Þota ALC farin af landi brott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 09:54 Vélin hefur staðið á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. vísir/vilhelm TF-GPA, flugvél leigufélagsins ALC sem Isavia kyrrsetti í mars síðastliðnum vegna skulda WOW air tók á loft frá Keflavíkurflugvelli núna skömmu eftir klukkan níu. Þar með er síðasta vélin sem flaug í áætlunarflugi fyrir WOW air farin af landi brott. Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða. Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt. ALC mat það hins vegar svo að félaginu bæri aðeins að greiða ógreidd lendingargjöld og önnur gjöld sem tengdust vélinni sem um ræðir. Gerði félagið það en Isavia hélt vélinni eftir á meðan málið var enn til umfjöllunar á mismunandi dómstigum. Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
TF-GPA, flugvél leigufélagsins ALC sem Isavia kyrrsetti í mars síðastliðnum vegna skulda WOW air tók á loft frá Keflavíkurflugvelli núna skömmu eftir klukkan níu. Þar með er síðasta vélin sem flaug í áætlunarflugi fyrir WOW air farin af landi brott. Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða. Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt. ALC mat það hins vegar svo að félaginu bæri aðeins að greiða ógreidd lendingargjöld og önnur gjöld sem tengdust vélinni sem um ræðir. Gerði félagið það en Isavia hélt vélinni eftir á meðan málið var enn til umfjöllunar á mismunandi dómstigum. Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04
Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45