Fylgissveiflur áhugaverðar í ljósi þriðja orkupakkans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 18:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. Flokkurinn mældist með 19% fylgi sem er rúmum þremur prósentum minna en í mælingum síðasta mánaðar. Þá mældist flokkurinn með 22,1% fylgi. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn bætt við sig 3,8 prósentustigum frá síðustu mælingum og mælist nú með 14,4% fylgi. Fylgi hinna flokkanna hefur lítið sem ekkert breyst á þessum mánuði.Fylgi Sjálfstæðisflokksins (blátt) og Miðflokksins (grænt) samkvæmt mælingum MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst jafn lágt.MMRUndanfarnar vikur hafa fregnir af deilum innan Sjálfstæðisflokksins borist og hafa merki um þessi átök meðal annars sést á skrifum Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur harðlega gagnrýnt flokksforystuna vegna 3. orkupakkans í Reykjavíkurbréfum sínum.Sjá einnig: Flokkshollir engjast vegna skrifa DavíðsÞá hafa nokkrir áhrifamiklir einstaklingar innan flokksins sagt sig úr honum, þar á meðal Bolli Kristinsson, athafnamaður, sem hefur verið einn helsti bakhjarl flokksins um árabil og sinnt þar trúnaðarstörfum. Bolli sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðasta mánuði að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi svikist undan samþykkt Landsfundar um að Orkupakkinn yrði ekki samþykkur og að boða þyrfti til nýs Landsfundar. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins,“ sagði Bolli.Nokkrum sögum hefur farið af úrsögnum úr flokknum en ekki hefur tekist að staðfesta það þar sem framkvæmdarstjóri flokksins, Þórður Þórarinsson, er samkvæmt upplýsingum frá Valhöll í sumarfríi og er hann eini maðurinn sem geti veitt upplýsingar um slíkt. Ef marka má nýjustu tölur úr könnun MMR lítur út fyrir að andstæðingar Orkupakkans hafi fært sig úr Sjálfstæðisflokknum og yfir í Miðflokkinn enda hefur stuðningur Sjálfstæðisflokksins nánast minnkað jafn mikið og stuðningur við Miðflokkinn hefur aukist.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Vísir/skjáskot„Þetta gæti verið einhver sveifla á milli kannanna, svokölluð úrtaksskekkja. Ef maður veit ekki neitt meira en bara fylgisbreytinguna, af því að fólk er ekki spurt um neitt annað, er voða erfitt að segja til um einhverjar orsakir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Bara ef maður myndi sjá aldursdreifinguna á þeim sem eru að fara frá flokknum. Eru þetta gömlu Sjálfstæðismennirnir sem eru ósáttir við forystuna í dag eða er þetta eitthvað annað?“ bætir hún við. Miðflokkurinn hefur fengið byr undir báða vængi og bætti við sig tæpum fjórum prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut talsvert högg eftir að Klausturupptökurnar voru birtar og mældist með 5,9% fylgi í desemberkönnuninni. Hneykslið vegna málsins virðist þó ætla að gleymast og hefur flokkurinn bætt við sig rúmum 8 prósentustigum síðan. Flokkurinn hefur verið mjög hávær í andstöðu sinni gegn 3. orkupakkanum og héldu til dæmis flokksmenn Miðflokksins uppi ógleymanlegu málþófi þegar umræða um orkupakkann fór fram á Alþingi í vor sem varð til þess að afgreiðslu málsins var frestað þar til í ágúst.Óvíst að fylgisbreyta hafi varandi áhrif á flokkinn „Það er kannski ekkert í þessari könnun sem segir okkur hvað það er sem veldur þessum fylgisbreytingum en það er athyglisvert að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar og Miðflokksins eykst þetta verulega á meðan aðrir flokkar standa í stað einkum í ljósi þess að það eru þessir tveir flokkar sem mest hafa látið til sín taka þegar kemur að hinum svokallaða þriðja orkupakka. Það er náttúrulega Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið að fylgja því máli eftir í þinginu af því að málið fellur undir ráðherra hans. Miðflokkurinn hefur í rauninni beitt sér mjög gegn málinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, í samtali við fréttastofu Vísis.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Hanna„Manni dettur nú helst í hug að þetta gæti verið ástæðan en það gæti líka spilað inn í að Miðflokkurinn spilar mjög „harða stjórnarandstöðu“ kannski eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn spiluðu í tíð síðustu vinstristjórnar 2009-2013,“ segir Baldur. „Miðflokkurinn beitir sér nánast gegn öllum málum sem ríkisstjórnin leggur fram og það af mikilli hörku. Mér sýnist að hinir stjórnarandstöðuflokkarnir beiti sér ekki af eins miklu afli á öllum sviðum og falla því aðeins í skuggann af Miðflokknum út af þessu. Þannig að það gæti líka spilað inn í, hörð stjórnarandstaða skilar oft flokkum meira fylgi heldur en að taka ríkisstjórnina mjúkum höndum.“ Baldur segir ekki víst að þetta mál muni hafa langtímaáhrif á fylgi flokkanna ef mál 3. orkupakkans verði afgreitt í ágúst eins og til stendur. Ekki sé óeðlilegt að fylgi flokks eins og Sjálfstæðisflokksins, sem er í miðju kjörtímabili og með erfitt mál í höndunum lækki aðeins. Uppfært klukkan 19:04:Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. Flokkurinn mældist með 19% fylgi sem er rúmum þremur prósentum minna en í mælingum síðasta mánaðar. Þá mældist flokkurinn með 22,1% fylgi. Á sama tíma hefur Miðflokkurinn bætt við sig 3,8 prósentustigum frá síðustu mælingum og mælist nú með 14,4% fylgi. Fylgi hinna flokkanna hefur lítið sem ekkert breyst á þessum mánuði.Fylgi Sjálfstæðisflokksins (blátt) og Miðflokksins (grænt) samkvæmt mælingum MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst jafn lágt.MMRUndanfarnar vikur hafa fregnir af deilum innan Sjálfstæðisflokksins borist og hafa merki um þessi átök meðal annars sést á skrifum Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur harðlega gagnrýnt flokksforystuna vegna 3. orkupakkans í Reykjavíkurbréfum sínum.Sjá einnig: Flokkshollir engjast vegna skrifa DavíðsÞá hafa nokkrir áhrifamiklir einstaklingar innan flokksins sagt sig úr honum, þar á meðal Bolli Kristinsson, athafnamaður, sem hefur verið einn helsti bakhjarl flokksins um árabil og sinnt þar trúnaðarstörfum. Bolli sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðasta mánuði að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi svikist undan samþykkt Landsfundar um að Orkupakkinn yrði ekki samþykkur og að boða þyrfti til nýs Landsfundar. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins,“ sagði Bolli.Nokkrum sögum hefur farið af úrsögnum úr flokknum en ekki hefur tekist að staðfesta það þar sem framkvæmdarstjóri flokksins, Þórður Þórarinsson, er samkvæmt upplýsingum frá Valhöll í sumarfríi og er hann eini maðurinn sem geti veitt upplýsingar um slíkt. Ef marka má nýjustu tölur úr könnun MMR lítur út fyrir að andstæðingar Orkupakkans hafi fært sig úr Sjálfstæðisflokknum og yfir í Miðflokkinn enda hefur stuðningur Sjálfstæðisflokksins nánast minnkað jafn mikið og stuðningur við Miðflokkinn hefur aukist.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Vísir/skjáskot„Þetta gæti verið einhver sveifla á milli kannanna, svokölluð úrtaksskekkja. Ef maður veit ekki neitt meira en bara fylgisbreytinguna, af því að fólk er ekki spurt um neitt annað, er voða erfitt að segja til um einhverjar orsakir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Bara ef maður myndi sjá aldursdreifinguna á þeim sem eru að fara frá flokknum. Eru þetta gömlu Sjálfstæðismennirnir sem eru ósáttir við forystuna í dag eða er þetta eitthvað annað?“ bætir hún við. Miðflokkurinn hefur fengið byr undir báða vængi og bætti við sig tæpum fjórum prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut talsvert högg eftir að Klausturupptökurnar voru birtar og mældist með 5,9% fylgi í desemberkönnuninni. Hneykslið vegna málsins virðist þó ætla að gleymast og hefur flokkurinn bætt við sig rúmum 8 prósentustigum síðan. Flokkurinn hefur verið mjög hávær í andstöðu sinni gegn 3. orkupakkanum og héldu til dæmis flokksmenn Miðflokksins uppi ógleymanlegu málþófi þegar umræða um orkupakkann fór fram á Alþingi í vor sem varð til þess að afgreiðslu málsins var frestað þar til í ágúst.Óvíst að fylgisbreyta hafi varandi áhrif á flokkinn „Það er kannski ekkert í þessari könnun sem segir okkur hvað það er sem veldur þessum fylgisbreytingum en það er athyglisvert að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar og Miðflokksins eykst þetta verulega á meðan aðrir flokkar standa í stað einkum í ljósi þess að það eru þessir tveir flokkar sem mest hafa látið til sín taka þegar kemur að hinum svokallaða þriðja orkupakka. Það er náttúrulega Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið að fylgja því máli eftir í þinginu af því að málið fellur undir ráðherra hans. Miðflokkurinn hefur í rauninni beitt sér mjög gegn málinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, í samtali við fréttastofu Vísis.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Hanna„Manni dettur nú helst í hug að þetta gæti verið ástæðan en það gæti líka spilað inn í að Miðflokkurinn spilar mjög „harða stjórnarandstöðu“ kannski eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn spiluðu í tíð síðustu vinstristjórnar 2009-2013,“ segir Baldur. „Miðflokkurinn beitir sér nánast gegn öllum málum sem ríkisstjórnin leggur fram og það af mikilli hörku. Mér sýnist að hinir stjórnarandstöðuflokkarnir beiti sér ekki af eins miklu afli á öllum sviðum og falla því aðeins í skuggann af Miðflokknum út af þessu. Þannig að það gæti líka spilað inn í, hörð stjórnarandstaða skilar oft flokkum meira fylgi heldur en að taka ríkisstjórnina mjúkum höndum.“ Baldur segir ekki víst að þetta mál muni hafa langtímaáhrif á fylgi flokkanna ef mál 3. orkupakkans verði afgreitt í ágúst eins og til stendur. Ekki sé óeðlilegt að fylgi flokks eins og Sjálfstæðisflokksins, sem er í miðju kjörtímabili og með erfitt mál í höndunum lækki aðeins. Uppfært klukkan 19:04:Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58