„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja jákvætt að eiga viðræður um sameiginleg verkefni en telja að svo stöddu ekki þörf á annarri kosningu meðal íbúa enda gangi rekstur beggja sveitarfélaga vel, og jafnvel enn betur en seinast þegar afstaða var tekin til sameiningar,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna sem vísa þar í að stutt sé síðan slík sameining var felld í íbúakosningu í Ölfusi.

Minnihluti O-listans í bæjarstjórn Ölfuss vildi hins vegar samtal um „kosti og galla þess að sameina stjórnsýslu héraðsins Ölfuss á ný“, eins og segir í bókun þeirra.
„Slagkraftur sameinaðs sveitarfélags við nýtingu auðlinda þess til atvinnusköpunar í héraði yrði án efa meiri en hún er í dag sem og í baráttunni fyrir stækkun Þorlákshafnar og afleiddrar starfssemi.“