Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 20:47 Yorgen Fenech var í dag ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia. Vísir/AP Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. Fenech var leiddur fyrir dómara í dag þar sem honum voru lesnar sakirnar sem hann er borinn. Hann neitar öllum ákæruliðum, en auk aðildar í morðinu er Fenech meðal annars sakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpaklíku. Fenech var handtekinn fyrr í þessum mánuði, þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á einkasnekkju sinni. Hann bauðst þá til þess að veita lögreglu upplýsingar um morðmálið í skiptum fyrir friðhelgi, en því tilboði hans var hafnað, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af málinu. Þrjú bíða nú réttarhalda vegna meintrar aðildar að morðinu á Caruana Galizia, en undanfarið hefur lögreglan beint stærstum hluta rannsóknarinnar að því að komast að því hver skipulagði morðið, og hvers vegna. Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. Hún hafði meðal annars fjallað um spillingarmál sem tengdust stjórnmálamönnum á Möltu. Fenech er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur gegnt stjórnarformennsku í maltneskum stórfyrirtækjum á sviði viðskipta og orkumála. Morðmálið hefur valdið gríðarlegum skjálfta á Möltu, en ítrekað hefur verið kallað eftir því að Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segi af sér vegna „skuggalegra tengsla“ starfsmanna hans við málið. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. Fenech var leiddur fyrir dómara í dag þar sem honum voru lesnar sakirnar sem hann er borinn. Hann neitar öllum ákæruliðum, en auk aðildar í morðinu er Fenech meðal annars sakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpaklíku. Fenech var handtekinn fyrr í þessum mánuði, þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á einkasnekkju sinni. Hann bauðst þá til þess að veita lögreglu upplýsingar um morðmálið í skiptum fyrir friðhelgi, en því tilboði hans var hafnað, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af málinu. Þrjú bíða nú réttarhalda vegna meintrar aðildar að morðinu á Caruana Galizia, en undanfarið hefur lögreglan beint stærstum hluta rannsóknarinnar að því að komast að því hver skipulagði morðið, og hvers vegna. Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. Hún hafði meðal annars fjallað um spillingarmál sem tengdust stjórnmálamönnum á Möltu. Fenech er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur gegnt stjórnarformennsku í maltneskum stórfyrirtækjum á sviði viðskipta og orkumála. Morðmálið hefur valdið gríðarlegum skjálfta á Möltu, en ítrekað hefur verið kallað eftir því að Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segi af sér vegna „skuggalegra tengsla“ starfsmanna hans við málið.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30
Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30