Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 21:00 Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“ Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“
Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira