Alvarlegt að saka sláturleyfishafa um að valda skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 18:30 Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent