Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 10:55 Johnson (f.m.) með ráðherraliði sínu á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. AP/Aaron Chown Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22