Lífið

Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg.
Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. Vísir/getty
Hin sextán ára Greta Thunberg, loftslagsaktívisti, gaf í gær út lag sem hún vann með bresku hljómsveitinni The 1975. Hljómsveitarmeðlimirnir sem koma frá Manchester sömdu lagið en Greta samdi textann.

Lagið heitir einfaldlega „The 1975“ og verður á næstu plötu hljómsveitarinnar. Platan heitir „Notes on a Conditional Form“ og kemur út í ágúst.

Í textanum er kallað eftir borgaralegri óhlýðni um heim allan.

„Allt verður að breytast og það verður að gerast í dag,“ má heyra Gretu segja í laginu.

„Þið sem eruð þarna úti, það er kominn tími á borgaralega óhlýðni. Það er kominn tími á uppreisn.“

Greta sem frá Svíþjóð hefur verið í broddi fylkingar í baráttunni gegn hamfarahlýnun af mannavöldum og er orðin eins konar tákngervingur hreyfingar grunnskólabarna sem hafa mótmælt fyrir loftslagið í meira en hundrað löndum í vetur.

Í textanum segir Greta að loftslagsáskorunin sem okkur hefur verið falið, að leysa sé sú erfiðasta og flóknasta sem tegundin Homo sapiens hefur þurft að fást við.

„Helsta lausn vandans, aftur á móti, er svo einföld að jafnvel kornabörn skilja. Við verðum að hætta losun gróðurhúsalofttegunda.“

Matt Healy, söngvari hljómsveitarinnar The 1975, sagði að Greta hefði verið sér mikill innblástur.

Hljómsveitin hefur áður gefið frá sér þrjár hljómplötur, The 1975 (2013), I like it When You Sleep, for You Are So Beautiful yet So Unaware of it (2016) og A brief Inquiry into Online Relationships sem kom undir árslok 2018. Lögin Sex, Chocolate, Robbers og Somebody Else slógu í gegn og komu þeim á kortið.


Tengdar fréttir

Greta gerð að heiðurs­doktor

Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor.

Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi

Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.