Ætlaði að hætta í tónlist þegar hún gaf út vinsælasta lagið sitt Sylvía Hall skrifar 25. júlí 2019 13:27 Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu. Vísir/Getty Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019 Hollywood Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019
Hollywood Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“