Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 20:00 Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra. WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra.
WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31