Innlent

Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð

Sylvía Hall skrifar
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, undirrita samkomulag um aðstoðina.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, undirrita samkomulag um aðstoðina.
Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. Ljóst er að þeir sem misstu starfið munu ekki fá nein laun frá fyrirtækinu um mánaðamótin.

Í fréttatilkynningu segir að ASÍ muni aðstoða félagið en flugfreyjur og þjónar WOW air eru 35% félagsmanna Flugfreyjufélagsins. Ljóst er að þessir starfsmenn muni verða fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrotsins og ekki allir jafn vel búnir til þess að bregðast við því. 

„Eins og gefur að skilja er það mikið fjárhagslegt högg fyrir þessa einstaklinga. Við erum öll með okkar skuldbindingar og reikninga að borga og það eiga ekki allir varasjóði eða vel stæða ættingja að leita til,“ segir í fréttatilkynningunni.

Vonir standa til að hægt verði að inna greiðslurnar af hendi í þessari viku en starfsfólk mun þurfa að koma á skrifstofu FFÍ og framselja kröfu í þrotabúið.

Upphæð aðstoðarinnar mun fara eftir möguleika félagsins til að afla upplýsinga um marslaun úr þrotabúinu og því er hún óstaðfest sem stendur.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×