Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á bílaplani BM Vallár á Breiðhöfða laust fyrir klukkan átta í morgun.
Búið er að ráða niðurlögum eldsins og er málinu lokið af hálfu slökkviliðs sem hefur yfirgefið vettvanginn.
Eldur kom upp í mælaborði bifreiðarinnar en nánari tildrög brunans eru ekki ljós að svo stöddu. Lögreglan er nú á vettvangi til þess að rannsaka málið nánar.
