Pútín rekur yfirmenn lögreglunnar í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 18:23 Ívan Golunov eftir að honum var sleppt úr haldi á þriðjudag. Vísir/EPA Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12