Orkuverð og fiskverð Þorvaldur Gylfason skrifar 13. júní 2019 08:00 Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun