Ekki vera fiskur! Ragnar Þór Pétursson skrifar 29. mars 2019 11:00 Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar