Kæra dagbók Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun