Houston var komið 22 stigum yfir eftir fimm mínútur í fjórða leikhluta og voru allar stjörnur Houston-liðsins teknar af velli þegar að enn voru þrjár og hálf mínúta eftir því sigurinn var svo öruggur.
James Harden fór enn eina ferðina á kostum fyrir heimamenn en hann skoraði 38 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af 22 skotum sínum í leiknum, þar af setti hann fimm þrista í ellefu tilraunum og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum.
Milwaukee Bucks færðist svo nær því að ganga frá sigri í austurdeildinni í nótt þegar að liðið vann LA Clippers, 128-118, á heimavelli þar sem að gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 34 stig og tók níu fráköst á 32 mínútum.
Slæmu fréttirnar fyrir Bucks eru aftur á móti þær að Giannis fór af velli meiddur vegna meiðsla á fæti en hann hefur áður á leiktíðinni misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla.
Úrslit næturinnar:
Detroit Pistons - Orlando Magic 115-98
Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 123-110
Miami Heat - Dallas Mavericks 105-99
NY Knicks - Toronto Raptors 92-117
Houston Rockets - Denver Nuggets 112-85
Milwaukee Bucks - LA Clippers 128-118
New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 121-118
San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 116-110