Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:30 Þorsteinn var fluttur af Sogni á Litla-Hraun sem er öryggisfangelsi. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira