Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:30 Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15