Thomas Tuchel, stjóri PSG, er allt annað en sáttur með að brasilíska stórstjarna liðsins, Neymar, hafi skellt sér til Spánar í landsleikjahléinu.
Neymar var mættur til Madrídar þar sem hann var meðal annars saman með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Barcelona, Gerard Pique, en saman sáu þeir tennismótið Davis Cup.
Sá þýski var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og það sást á honum að hann var ekki parsáttur.
„Hvað get ég gert? Ég er ekki pabbi hans. Ég er ekki lögreglan. Ég er þjálfarinn hans,“ sagði sá þýski hvass.
„Sem þjálfari, er ég ánægður með þessa ferð? Nei, alls ekki, það er klárt. Er þetta tímapunkturinn til þess að vera fúll? Nei, ekki á þessum tímapunkti.“
'I am not the police, nor his father'
PSG boss Thomas Tuchel admits he was NOT happy with Neymar's Davis Cup trip to Madrid but has included Brazilian in squad for Lille clashhttps://t.co/2LUExeMdec
— MailOnline Sport (@MailSport) November 21, 2019
„Hann var mjög atvinnumannalegur hér í tvær vikur og æfði meira en aðrir. Hann hefur æft með liðinu og einn. Ef allt gengur eftir getur hann spilað í dag (föstudag).“
„Við munum svo ákveða hvort að hann byrji leikinn eða byrji hann á bekknum,“ sagði Tuchel.
PSG er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið spilar við Lille um helgina áður þeir spila við Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku.