Lánuðu of mikið út á of lágum vöxtum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. nóvember 2019 07:00 Ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja hafa dregist töluvert saman á milli ára. Vísir/Vilhelm Samdráttur í útlánum til fyrirtækja og ákvarðanir íslenskra banka um að hækka vaxtaálag fyrirtækjalána eru merki um stefnubreytingu hjá íslensku bönkunum. Breytingarnar vekja spurningar um hvort íslensku bankarnir hafi lánað út of mikið og á of hagstæðum kjörum á síðustu árum. „Við erum að sjá aukna meðvitund hjá íslensku bönkunum um mikilvægi þess að einblína á arðsemi umfram vöxt. Í því samhengi má spyrja sig hvort útlánavöxturinn sem við sáum á síðustu árum hafi verið ákjósanlegur og hvort bankarnir hafi einfaldlega verið að verðleggja lánin of lágt,“ segir Kristrún M. Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, í samtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánumEins og greint var frá í Markaðinum í gær hefur Íslandsbanki fylgt í fótspor Arion banka með því að nýta ákvæði í lánasamningum við fyrirtæki til þess að hækka vexti. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagðist hafa heyrt dæmi hjá fyrirtækjum innan raða félagsins um að vaxtaálag ofan á Reibor-vexti hefði hækkað um allt að 1 prósentustig á lánum sem báru vaxtaálag á bilinu 1,2 til 1,5 prósentustig fyrir breytinguna. Hækkunin væri því býsna drjúg. Arion banki tók af skarið fyrr á árinu þegar bankinn ákvað að byrja að nýta sér ákvæði um vaxtabreytingardaga til þess að hækka vexti fyrirtækjalána. Í sumum tilfellum hækkaði vaxtaálagið um og yfir tvö prósentustig. Arion stefnir að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um 20 prósent fyrir árslok 2020 en útlánasafn bankans til fyrirtækja hefur dregist saman um tæplega sjö prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára.Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka.Kristrún segir að ástæðan fyrir auknu aðhaldi í útlánum til fyrirtækja sé tvíþætt. Annars vegar hafi hægt á hagkerfinu og bankarnir dregið úr umsvifum sínum í takt. Áhættufælni aukist oft og tíðum hjá lánastofnunum á tímum niðursveiflu. Hins vegar virðist aðhaldið endurspegla stefnubreytingu í rekstri bankanna. „Það má setja spurningarmerki við þá áherslu á útlánavöxt sem við sáum á síðustu árum áður en stefnunni var breytt í ár. Útlánavöxtur einn og sér er ekki endilega markmið heldur að lánin séu arðbær og að hagkerfið geti staðið undir vextinum,“ segir Kristrún. Og bendir á að útlánastarfsemi sé oftar en ekki sveifluaukandi. Hún ýki hagsveifluna í báðir áttir. „Þegar vel gengur í hagkerfinu eykst útlánavilji að jafnaði, og samkeppni um nýja viðskiptavini getur sett pressu á lánakjör. Hið öfuga á sér stað þegar hægir á. Þær áherslubreytingar sem við sjáum nú benda til þess að líklega hafi útlánavextir verið of hagstæðir og útlánavöxturinn of mikill á undanförnum árum og að það sé að eiga sér stað leiðrétting sem gerist samhliða niðursveiflu í hagkerfinu,“ segir Kristrún. Það sé þó ekki algjör tilviljun að ráðist sé í uppstokkun á bankastarfsemi núna, enda séu niðursveiflur oft nýttar í endurskoðun á rekstri. „Vissulega er óheppilegt að þessi stefnubreyting eigi sér stað á meðan Seðlabanki Íslands reynir að örva hagkerfið með vaxtalækkunum. Erfitt er hins vegar að neyða bankana til að veita lán á kjörum sem standa ekki undir arðsemiskröfum, og eyða áhættufælni sem eykst á tímum niðursveiflu, nema arðsemiskröfur séu einfaldlega lækkaðar,“ bendir Kristrún á. Í þessu samhengi bendir hún einnig á að þegar stýrivextir eru orðnir jafn lágir og raun ber vitni geti reynst erfitt að lækka innlánsvexti. Þar myndist ákveðið gólf á kostnaðarhliðinni sem geti leitt til þess að bankar þurfi að hækka vaxtaálag á grunnvexti.Ekki nýjar kvaðir Í samskiptum við fyrirtæki sem hafa þurft að sætta sig við hærra vaxtaálag hafa bankarnir borið fyrir sig bankaskattinn og háar eiginfjárkröfur. Kristrún segir að þessir þættir hafi vissulega mikil áhrif en bendir á að þeir hafi verið til staðar um árabil. „Eiginfjárkröfur og bankaskatturinn eru ekki nýtilkomnar kvaðir þótt þær séu auðvitað íþyngjandi. Þegar bankarnir tóku ákvarðanir um útlánavöxt og útlánakjör þá vógu þessu þættir líka þungt. Það sem breyttist í ár var meðvitund um að undirliggjandi arðsemi væri ekki nógu góð. Þó að bankarnir búi við íþyngjandi regluverk þurfa þeir samt sem áður að horfa með gagnrýnum augum á þau kjör sem þeir geta boðið,“ segir Kristrún.Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum.Landsbankinn ekki á sömu línu Íslandsbanki og Arion banki hafa sem fyrr segir gripið til þess að nýta ákvæði í lánasamningum til að hækka vaxtaálag á fyrirtækjalánum. Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum, segir að bankinn sé ekki í neinum sértækum aðgerðum til að hækka vaxtaálag fyrirtækjalána. „Við höfum ekki verið að hækka vaxtaálag hjá fyrirtækjum og engar slíkar sértækar aðgerðir eru á dagskrá. Arðsemi Landsbankans hefur verið ásættanleg á síðustu misserum og árum og það á einnig við um arðsemi af lánum til fyrirtækja,“ segir Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam arðsemi eigin fjár bankans 7,9 prósentum, borið saman við 8,8 prósent á sama tímabili fyrir ári, en sé aðeins litið til þriðja ársfjórðungs þá var arðsemi Landsbankans 5,4 prósent. „Það er vissulega ákveðin áskorun fólgin í að halda viðunandi arðsemi á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans lækka því við erum ekki að sjá samsvarandi lækkun í allri fjármögnun bankans. Við höfum verið að veita samkeppnishæf kjör en á þeim forsendum að það sé til hagsbóta bæði fyrir bankann og viðskiptavini. Við tökum tillit til áhættu, viðskiptasögu, verkefnis og fjármögnunar við verðlagningu ásamt öðrum tilfallandi þáttum. Við erum sífellt að auka hagræði í rekstri bankans og það vegur á móti minnkandi vaxtamun,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánum Íslandsbanki hefur nýtt ákvæði í lánasamningum til að hækka vaxtaálag. Arion tók af skarið fyrr á árinu. Framkvæmdastjóri FA segir hækkanirnar nema allt að heilu prósentustigi. 20. nóvember 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Samdráttur í útlánum til fyrirtækja og ákvarðanir íslenskra banka um að hækka vaxtaálag fyrirtækjalána eru merki um stefnubreytingu hjá íslensku bönkunum. Breytingarnar vekja spurningar um hvort íslensku bankarnir hafi lánað út of mikið og á of hagstæðum kjörum á síðustu árum. „Við erum að sjá aukna meðvitund hjá íslensku bönkunum um mikilvægi þess að einblína á arðsemi umfram vöxt. Í því samhengi má spyrja sig hvort útlánavöxturinn sem við sáum á síðustu árum hafi verið ákjósanlegur og hvort bankarnir hafi einfaldlega verið að verðleggja lánin of lágt,“ segir Kristrún M. Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, í samtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánumEins og greint var frá í Markaðinum í gær hefur Íslandsbanki fylgt í fótspor Arion banka með því að nýta ákvæði í lánasamningum við fyrirtæki til þess að hækka vexti. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagðist hafa heyrt dæmi hjá fyrirtækjum innan raða félagsins um að vaxtaálag ofan á Reibor-vexti hefði hækkað um allt að 1 prósentustig á lánum sem báru vaxtaálag á bilinu 1,2 til 1,5 prósentustig fyrir breytinguna. Hækkunin væri því býsna drjúg. Arion banki tók af skarið fyrr á árinu þegar bankinn ákvað að byrja að nýta sér ákvæði um vaxtabreytingardaga til þess að hækka vexti fyrirtækjalána. Í sumum tilfellum hækkaði vaxtaálagið um og yfir tvö prósentustig. Arion stefnir að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um 20 prósent fyrir árslok 2020 en útlánasafn bankans til fyrirtækja hefur dregist saman um tæplega sjö prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára.Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka.Kristrún segir að ástæðan fyrir auknu aðhaldi í útlánum til fyrirtækja sé tvíþætt. Annars vegar hafi hægt á hagkerfinu og bankarnir dregið úr umsvifum sínum í takt. Áhættufælni aukist oft og tíðum hjá lánastofnunum á tímum niðursveiflu. Hins vegar virðist aðhaldið endurspegla stefnubreytingu í rekstri bankanna. „Það má setja spurningarmerki við þá áherslu á útlánavöxt sem við sáum á síðustu árum áður en stefnunni var breytt í ár. Útlánavöxtur einn og sér er ekki endilega markmið heldur að lánin séu arðbær og að hagkerfið geti staðið undir vextinum,“ segir Kristrún. Og bendir á að útlánastarfsemi sé oftar en ekki sveifluaukandi. Hún ýki hagsveifluna í báðir áttir. „Þegar vel gengur í hagkerfinu eykst útlánavilji að jafnaði, og samkeppni um nýja viðskiptavini getur sett pressu á lánakjör. Hið öfuga á sér stað þegar hægir á. Þær áherslubreytingar sem við sjáum nú benda til þess að líklega hafi útlánavextir verið of hagstæðir og útlánavöxturinn of mikill á undanförnum árum og að það sé að eiga sér stað leiðrétting sem gerist samhliða niðursveiflu í hagkerfinu,“ segir Kristrún. Það sé þó ekki algjör tilviljun að ráðist sé í uppstokkun á bankastarfsemi núna, enda séu niðursveiflur oft nýttar í endurskoðun á rekstri. „Vissulega er óheppilegt að þessi stefnubreyting eigi sér stað á meðan Seðlabanki Íslands reynir að örva hagkerfið með vaxtalækkunum. Erfitt er hins vegar að neyða bankana til að veita lán á kjörum sem standa ekki undir arðsemiskröfum, og eyða áhættufælni sem eykst á tímum niðursveiflu, nema arðsemiskröfur séu einfaldlega lækkaðar,“ bendir Kristrún á. Í þessu samhengi bendir hún einnig á að þegar stýrivextir eru orðnir jafn lágir og raun ber vitni geti reynst erfitt að lækka innlánsvexti. Þar myndist ákveðið gólf á kostnaðarhliðinni sem geti leitt til þess að bankar þurfi að hækka vaxtaálag á grunnvexti.Ekki nýjar kvaðir Í samskiptum við fyrirtæki sem hafa þurft að sætta sig við hærra vaxtaálag hafa bankarnir borið fyrir sig bankaskattinn og háar eiginfjárkröfur. Kristrún segir að þessir þættir hafi vissulega mikil áhrif en bendir á að þeir hafi verið til staðar um árabil. „Eiginfjárkröfur og bankaskatturinn eru ekki nýtilkomnar kvaðir þótt þær séu auðvitað íþyngjandi. Þegar bankarnir tóku ákvarðanir um útlánavöxt og útlánakjör þá vógu þessu þættir líka þungt. Það sem breyttist í ár var meðvitund um að undirliggjandi arðsemi væri ekki nógu góð. Þó að bankarnir búi við íþyngjandi regluverk þurfa þeir samt sem áður að horfa með gagnrýnum augum á þau kjör sem þeir geta boðið,“ segir Kristrún.Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum.Landsbankinn ekki á sömu línu Íslandsbanki og Arion banki hafa sem fyrr segir gripið til þess að nýta ákvæði í lánasamningum til að hækka vaxtaálag á fyrirtækjalánum. Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum, segir að bankinn sé ekki í neinum sértækum aðgerðum til að hækka vaxtaálag fyrirtækjalána. „Við höfum ekki verið að hækka vaxtaálag hjá fyrirtækjum og engar slíkar sértækar aðgerðir eru á dagskrá. Arðsemi Landsbankans hefur verið ásættanleg á síðustu misserum og árum og það á einnig við um arðsemi af lánum til fyrirtækja,“ segir Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam arðsemi eigin fjár bankans 7,9 prósentum, borið saman við 8,8 prósent á sama tímabili fyrir ári, en sé aðeins litið til þriðja ársfjórðungs þá var arðsemi Landsbankans 5,4 prósent. „Það er vissulega ákveðin áskorun fólgin í að halda viðunandi arðsemi á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans lækka því við erum ekki að sjá samsvarandi lækkun í allri fjármögnun bankans. Við höfum verið að veita samkeppnishæf kjör en á þeim forsendum að það sé til hagsbóta bæði fyrir bankann og viðskiptavini. Við tökum tillit til áhættu, viðskiptasögu, verkefnis og fjármögnunar við verðlagningu ásamt öðrum tilfallandi þáttum. Við erum sífellt að auka hagræði í rekstri bankans og það vegur á móti minnkandi vaxtamun,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánum Íslandsbanki hefur nýtt ákvæði í lánasamningum til að hækka vaxtaálag. Arion tók af skarið fyrr á árinu. Framkvæmdastjóri FA segir hækkanirnar nema allt að heilu prósentustigi. 20. nóvember 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánum Íslandsbanki hefur nýtt ákvæði í lánasamningum til að hækka vaxtaálag. Arion tók af skarið fyrr á árinu. Framkvæmdastjóri FA segir hækkanirnar nema allt að heilu prósentustigi. 20. nóvember 2019 06:00