Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2019 11:18 Grimes fer sínar eigin slóðir í tónlistinni. getty/Vivien Killilea Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins. Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins.
Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira