Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 17:42 Eva Þóra furðar sig á því að flokka þurfi fólk eftir kynþætti innan heilbrigðiskerfisins. Aðsend Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé. Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé.
Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira