Raforkunotkun fyrir Bitcoin á við Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:43 Viðskipti með bitcoin eru aðeins brot af öllum fjármálahreyfingum í heiminum. Engu að síður þarf margfalt meiri raforku fyrir rafmyntina. Vísir/EPA Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt. Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt.
Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira