Alligator hefur slegið í gegn undanfarið og verið spilað hátt í ellefu milljón sinnum á Spotify. Sveitin kom fram í kvöldþætti Jimmy Fallon þar sem hún flutti lagið og geta aðdáendur nú fagnað þar sem tónlistarmyndbandið er komið út.
Sjá einnig: Of Monsters and Men fluttu Krókódílalagið hjá Jimmy Fallon
Myndbandið er tekið upp hér á landi og gerist að miklu leyti á Hótel Holti í Reykjavík en hótelið er eitt það virðulegasta í Reykjavík. Hótelið fagnaði fimmtíu ára afmæli árið 2015 og var fjallað um það í sérstöku innslagi í Ísland í dag sama ár þar sem saga hótelsins var tekin fyrir.
Hér að neðan má sjá innslagið.
Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað þúsund horft á myndbandið frá því að það var birt á YouTube fyrir fimmtán klukkustundum síðan.
FEVER DREAM kemur út þann 26. júlí næstkomandi og mun sveitin fylgja útgáfunni eftir með tónleikaferðalagi sem hefst 4. september í Bandaríkjunum. Þá munu þau einnig koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni sem haldin verður 6. til 9. nóvember.