Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. júlí 2019 07:00 BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar