Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni fyrir kynferðislega áreitni. Samkvæmt ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er manninum er gefið að sök að hafa káfað á rassi karlmanns, sett fingur að endaþarmsopi hans og hneppt frá tölu á buxum hans á meðan að brotaþoli var sofandi.
Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í Reykjavík í desember árið 2017. Í ákærunni kemur fram að brotaþoli hafi vaknað þegar maðurinn braut á honum. Brotaþoli fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur.
M'alið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er þinghald í málinu lokað.
Ákærður fyrir að áreita mann kynferðislega meðan hann svaf
Gígja Hilmarsdóttir skrifar
