Afnám hafta og háir vextir geri Ísland að góðum kosti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:45 Mark Dowding, fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira