Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Sighvatur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 12:00 Bandarískur fjárfestingarsjóður verður annar stærsti hluthafi Icelandair eftir kaupin. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19