Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:19 Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira