Handtóku þrjá og fundu stolinn bíl á vettvangi annars máls Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 06:54 Ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá og lagði hald á stolna bifreið í nótt en lögreglumenn fundu bílinn fyrir tilviljun við vinnslu annars máls, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Tildrög málsins eru þau að á fjórða tímanum í nótt hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurborginni. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð. Á meðan lögreglumenn unnu að málinu veittu þeir annarri bifreið athygli sem hafði verið lagt skammt frá þeim en við nánari eftirgrennslan reyndist bifreiðin hafa verið auglýst stolin. Lögregla tók bílinn í sína vörslu og handtók þremenninga sem grunaðir eru um aðild að stuldinum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en ökumaðurinn sem lögregla hafði í upphafi afskipti af var laus að sýnatöku lokinni. Hreiðruðu um sig í þvottahúsi í miðbænum Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni sem var til trafala í Breiðholti. Maðurinn lét sér segjast eftir afskipti lögreglu og hélt heim á leið. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna í austurborginni en þeir voru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf gaf svörun um neyslu beggja á fíkniefnum og var því tekið af þeim blóðsýni í þágu rannsóknar málanna. Þar að auki fundust fíkniefni og reiðufé við leit í bifreiðum þeirra. Lögregla rannsakar mál beggja ökumanna. Þá var vörum stolið úr búð í Breiðholti í gærkvöldi en lögreglumenn voru kallaðir á staðinn um tíuleytið. Sakborningur var laus að skýrslutöku lokinni og vörunum var skilað. Þá fór lögregla að heimili í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu. Þar höfðu fjórmenningar hreiðrað um sig í þvottahúsi í sameign hússins. Lögregla vísaði fólkinu á dyr og benti þeim á úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira