Marsleiðangur í hættu vegna fallhlífargalla Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 15:28 Frumgerð af Marsjeppanum sem hefur fengið nafnið Rosalind Franklin. Vísir/Getty Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00