Hvað með 80 km hraða? Hrönn Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun