Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Pavel Ermolinskij á fundinum í dag. Vísir/Ástrós Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason
Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira