Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Pavel Ermolinskij á fundinum í dag. Vísir/Ástrós Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason Dominos-deild karla Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason
Dominos-deild karla Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira