Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Sylvía Hall skrifar 13. ágúst 2019 14:45 Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Héraðið Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Alþjóðleg frumsýning myndarinnar verður því á hátíðinni en hún verður frumsýnd hér á landi þann 14. ágúst. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar og segir leikstjóri myndarinnar það vera mikinn heiður að fá að frumsýna myndina á alþjóðavettvangi á hátíðinni. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.” segir Grímur. Með í för á hátíðinni verður aðalleikkona myndarinnar, Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem og framleiðandinn Grímar Jónsson og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin hefur nú þegar verið seld til þrjátíu landa og segir Grímur aðalmarkmiðið vera að selja hana til Bandaríkjanna. Þar muni Toronto-hátíðin koma sterk inn. „Svo er maður auðvitað spenntur að sýna hana í fyrsta skipti á erlendri grundu. Ég var koma frá Búðardal þar sem við sýndum myndina fyrir fullu húsi a sunnudagskvöldið. Stemmningin var mjög góð í salnum og það var hlegið mun meira en ég bjóst við. Svo er frumsýning í Háskólabíói í kvöld og á morgun fer hún í almennar sýningar.“ Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr Héraðinu. Bíó og sjónvarp Kanada Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Alþjóðleg frumsýning myndarinnar verður því á hátíðinni en hún verður frumsýnd hér á landi þann 14. ágúst. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar og segir leikstjóri myndarinnar það vera mikinn heiður að fá að frumsýna myndina á alþjóðavettvangi á hátíðinni. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.” segir Grímur. Með í för á hátíðinni verður aðalleikkona myndarinnar, Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem og framleiðandinn Grímar Jónsson og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin hefur nú þegar verið seld til þrjátíu landa og segir Grímur aðalmarkmiðið vera að selja hana til Bandaríkjanna. Þar muni Toronto-hátíðin koma sterk inn. „Svo er maður auðvitað spenntur að sýna hana í fyrsta skipti á erlendri grundu. Ég var koma frá Búðardal þar sem við sýndum myndina fyrir fullu húsi a sunnudagskvöldið. Stemmningin var mjög góð í salnum og það var hlegið mun meira en ég bjóst við. Svo er frumsýning í Háskólabíói í kvöld og á morgun fer hún í almennar sýningar.“ Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr Héraðinu.
Bíó og sjónvarp Kanada Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira