Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Göngin yrðu alls um 103 kílómetrar að lengd. Mynd/Finest Bay Development Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra. Eistland Finnland Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra.
Eistland Finnland Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira