Vopnað rán í Breiðholti: „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 20:00 Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira