Annar ósigur gæti beðið May á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 12:52 Brexit-harðlínumenn vilja ekki að May forsætisráðherra útiloki að ganga úr ESB án samnings. Vísir/EPA Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12
May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17