Afar viðkvæm staða uppi í kjaraviðræðum Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. febrúar 2019 14:15 Samningstilboð SA var lagt fram á fundinum í gær en trúnaður ríkir um innihald þess. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tímapunkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissáttasemjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir fljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólarhringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skattabreytingar og leiguvernd. Að stjórnvöld fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tímapunkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissáttasemjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir fljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólarhringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skattabreytingar og leiguvernd. Að stjórnvöld fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30