„Þetta er ekki vopnahlé“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 22:00 Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Vopnahlé sé virt að vettugi og það sé þyngra en tárum taki að fylgjast með framvindunni úr fjarska. Samtökin Ísland-Kúrdistan stóðu fyrir mótmælum í miðborg Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu með Kúrdum í Sýrlandi. „Við erum að koma hingað til að vekja athygli á málinu í Rojava, við erum að vekja athygli á fasisma og við erum að fordæma aðgerðir Erdogan,“ segir Lenya Rún Anwar Faraj. Erdogan Tyrklandsforseti féllst á bón Bandaríkjastjórnar í fyrradag um að gera 120 klukkustunda vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. Ætlast var til þess að hersveitir Kúrda yfirgæfu í millitíðinni það svæði sem Tyrkir hafa skilgreint sem sérstakt öryggissvæði. Í dag hafa borist fréttir af því að vopnahléið sé ekki virt en það hefur fréttastofa CNN til að mynda eftir tveimur bandarískum embættismönnum. „Þetta er ekki vopnahlé. Það er ekki verið að virða vopnahléið og þetta er þannig að Kúrdar, þau hafa 120 klukkutíma til að hörfa frá svæðinu og Tyrkland má þá bara eiga það. Það eru kúrdískir borgarar ennþá þarna inni særðir, það er ennþá verið að ráðast á þá. Það er ekkert sérstakt við þetta vopnahlé,“ segir Lenya. Hvernig finnst þér að fylgjast með fréttum af svæðinu héðan frá Íslandi? „Mér líður eins og það væri svo miklu meira sem að ég gæti gert. Þetta náttúrlega bara brýtur í mér hjartað og annarra Kúrda líka. Við erum svo hjálplaus eitthvað og máttlaus, getum ekki gert neitt,“ segir Lenya. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Tyrkja og lýst áhyggjum af stöðunni við Bandaríkjastjórn. „Þau gætu tekið það fram að við séum í NATO og notað það til einhvers góð. Það er svo mikið sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur, gefið þessu meiri umfjöllun til dæmis,“ segir Lenya.Vísir/Elín Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Reykjavík Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00 Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Vopnahlé sé virt að vettugi og það sé þyngra en tárum taki að fylgjast með framvindunni úr fjarska. Samtökin Ísland-Kúrdistan stóðu fyrir mótmælum í miðborg Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu með Kúrdum í Sýrlandi. „Við erum að koma hingað til að vekja athygli á málinu í Rojava, við erum að vekja athygli á fasisma og við erum að fordæma aðgerðir Erdogan,“ segir Lenya Rún Anwar Faraj. Erdogan Tyrklandsforseti féllst á bón Bandaríkjastjórnar í fyrradag um að gera 120 klukkustunda vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. Ætlast var til þess að hersveitir Kúrda yfirgæfu í millitíðinni það svæði sem Tyrkir hafa skilgreint sem sérstakt öryggissvæði. Í dag hafa borist fréttir af því að vopnahléið sé ekki virt en það hefur fréttastofa CNN til að mynda eftir tveimur bandarískum embættismönnum. „Þetta er ekki vopnahlé. Það er ekki verið að virða vopnahléið og þetta er þannig að Kúrdar, þau hafa 120 klukkutíma til að hörfa frá svæðinu og Tyrkland má þá bara eiga það. Það eru kúrdískir borgarar ennþá þarna inni særðir, það er ennþá verið að ráðast á þá. Það er ekkert sérstakt við þetta vopnahlé,“ segir Lenya. Hvernig finnst þér að fylgjast með fréttum af svæðinu héðan frá Íslandi? „Mér líður eins og það væri svo miklu meira sem að ég gæti gert. Þetta náttúrlega bara brýtur í mér hjartað og annarra Kúrda líka. Við erum svo hjálplaus eitthvað og máttlaus, getum ekki gert neitt,“ segir Lenya. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Tyrkja og lýst áhyggjum af stöðunni við Bandaríkjastjórn. „Þau gætu tekið það fram að við séum í NATO og notað það til einhvers góð. Það er svo mikið sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur, gefið þessu meiri umfjöllun til dæmis,“ segir Lenya.Vísir/Elín
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Reykjavík Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00 Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00
Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21