Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í þriggja daga heimsókn í Bretlandi. Í dag hitti hún Jeremy Corbyn í breska þinghúsinu. Mynd/Halla Gunnarsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar. Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar.
Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira