Lagið DanceWithYourHeart átti eins árs útgáfuafmæli síðastliðinn laugardag en við það tilefni rifjaðist upp fyrir höfundi þess og flytjanda, Jóni Jónssyni, að hann lumaði á órafmagnaðri útgáfu af laginu.
Um er að ræða útgáfu þar sem undirspilið samanstendur einungis af hljómborðs- og kontrabassaleik þeirra Ara Braga Kárasonar og Valdimars Olgeirssonar. Var þessi flutningur tekinn upp í hraðbankaherbergi á Skólavörðustíg í september í fyrra.