Ríkjandi Svíþjóðarmeistarar Kristianstad eru komnir með bakið upp við vegg í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir tap fyrir Alingsås í dag.
Alingsås vann fyrsta undanúrslitaleik liðanna á heimavelli Kristianstad 22-24 og er nú komið í 2-0 í einvíginu eftir 28-25 sigur á heimavelli sínum. Vinna þarf þrjá leiki til þess að fara í úrslit.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur marka Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson eitt en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað. Markahæstur var Alfred Ehn með sex mörk.
Heimamenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og voru 14-11 yfir í hálfleik. Ólafur náði að jafna leikinn 22-22 fyrir Kristianstad á 50. mínútu en heimamenn svöruðu með þremur mörkum í röð og gerðu út um leikinn.
Þriðji leikur liðanna fer fram á laugardaginn og þar þarf Kristianstad að vinna til þess að eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn.
Kristianstad með bakið upp við vegg
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn