Feigðarflan? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2019 07:45 Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar