Innlent

Stýrihópur um samgöngumál

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hópnum er ætlað að vinna tillögur út frá fyrirliggjandi hugmyndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og skýrslu viðræðuhóps frá 2018.
Hópnum er ætlað að vinna tillögur út frá fyrirliggjandi hugmyndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og skýrslu viðræðuhóps frá 2018. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Settur hefur verið á fót stýrihópur til að hefja viðræður til að móta tillögur um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Í hópnum sitja fyrir hönd ríkisstjórnarinnar forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þá eiga formaður og varaformaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sæti í hópnum auk borgarstjóra.

Hópnum er ætlað að vinna tillögur út frá fyrirliggjandi hugmyndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og skýrslu viðræðuhóps frá 2018. Þar er meðal annars að finna samkomulag um tillögu að framkvæmdum á stofnvegum og innviðum borgarlínu til næstu 15 ára.

Fram kemur í tilkynningu að markmið viðræðnanna sé að móta sameiginlega sýn um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þá mun hópurinn leggja fram beinar tillögur um fjármögnun einstakra framkvæmda og hvernig verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga verður háttað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×