Fótbolti

Dagný á leið aftur til Portland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu vegna barneigna og meiðsla
Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu vegna barneigna og meiðsla Vísir/Getty
Dagný Brynjarsdóttir er á leið aftur út í atvinnumennsku og mun spila með bandaríska félaginu Portland Thorns á ný. Þetta hefur Fótbolti.net eftir Oregon Live.

Dagný var lykilmaður í íslenska landsliðinu en hefur lítið spilað síðustu misseri vegna meiðsla og barnsburðar.

Hún spilaði með Portland Thorns tímabilið 2017-2018, spilaði 31 leik og gerði í þeimm 5 mörk. Eftir það tímabil snéri hún heim og átti sitt fyrsta barn síðasta sumar.

Miðjumaðurinn, sem á 76 A-landsleiki að baki, æfði með Selfyssingum í lok sumars en spilaði þó ekki með þeim. Hún hefur áður spilað með Selfossi og Val hér heima en erlendis spilaði hún með þýska stórliðinu Bayern München eftir að hún hætti í bandaríska háskólaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×