Innlent

Greiða fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá undirritun samkomulagsins.
Frá undirritun samkomulagsins. Samgönguráðuneytið
Sendinefnd utanríkisráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis áttu viðræður við fulltrúa samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti.

Á fundinum náðist samkomulag sem greiðir fyrir beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japans, auk frekari möguleikum á leiguflugi. Jafnframt var ákveðið að löndin skyldu ræða áfram um mögulegan loftferðasamning milli landanna.

Að auki áttu fulltrúar íslenskra flugrekenda fundi með japönskum flugfélögum. Á þeim fundum kom fram vilji til aukins samstarfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×