Sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hagamel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 14:12 Khaled Cairo þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. FBL/Ernir Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. Khaled var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september 2017. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Khaled var gefið að sök að hafa slegið Sanitu með glerflöskum í höfuð og andlit, slegið hana í höfuðið með tíu kílóa þungu slökkvitæki og þrengt kröftuglega að hálsi hennar. Khaled var í héraði dæmdur til að greiða hverju og einu þriggja barna Sanitu þrjár milljónir króna í bætur og foreldrum hennar 1,6 milljónir króna hvoru um sig. Lögmaður aðstandenda Sanitu fór fram á að bætur foreldranna yrðu hækkaðar til jafns við börnin. Fór svo að bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Khaled, krafðist sýknu fyrir dómi eða ellegar að dómurinn yrði mildaður. Það hefði ekki verið ætlan Khaled að myrða Sanitu heldur hefði hann tryllst á staðnum að því er fram kom í fréttum RÚV við meðferð málsins í Landsrétti.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í málinu, sagði það fráleitt að halda því fram að ofsafengin og kvalafull árás Khaled hefði ekki verið tilraun til manndráps. Hann krafðist staðfestingu dómsins sem varð raunin. Fram kom í máli Vilhjálms, verjanda Khaleds, við dómsuppsöguna í dag að Khaled uni dómnum. Ekki verði óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstarétts. Dómsmál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. Khaled var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september 2017. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Khaled var gefið að sök að hafa slegið Sanitu með glerflöskum í höfuð og andlit, slegið hana í höfuðið með tíu kílóa þungu slökkvitæki og þrengt kröftuglega að hálsi hennar. Khaled var í héraði dæmdur til að greiða hverju og einu þriggja barna Sanitu þrjár milljónir króna í bætur og foreldrum hennar 1,6 milljónir króna hvoru um sig. Lögmaður aðstandenda Sanitu fór fram á að bætur foreldranna yrðu hækkaðar til jafns við börnin. Fór svo að bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Khaled, krafðist sýknu fyrir dómi eða ellegar að dómurinn yrði mildaður. Það hefði ekki verið ætlan Khaled að myrða Sanitu heldur hefði hann tryllst á staðnum að því er fram kom í fréttum RÚV við meðferð málsins í Landsrétti.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í málinu, sagði það fráleitt að halda því fram að ofsafengin og kvalafull árás Khaled hefði ekki verið tilraun til manndráps. Hann krafðist staðfestingu dómsins sem varð raunin. Fram kom í máli Vilhjálms, verjanda Khaleds, við dómsuppsöguna í dag að Khaled uni dómnum. Ekki verði óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstarétts.
Dómsmál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38
Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00