Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætir á morgun bantamvigtarmeistaranum TJ Dillashaw í fluguvigtarbardaga. Dillashaw reynir þar að verða tvöfaldur meistari hjá UFC en þetta gæti líka orðið síðasti bardaginn í fluguvigtinni sem UFC íhugar að leggja af.
Eftir blaðamannafund hjá UFC í gær var komið að því að kapparnir horfðust í augu eins og venja er. Það var aftur á móti ekkert venjulegt við innkomu Cejudo.
@HenryCejudo vs. @TJDillashaw at #UFCBrooklyn on Saturday! pic.twitter.com/J7HR0e3tAN
— UFC Europe (@UFCEurope) January 17, 2019
Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport aðra nótt.